top of page
Writer's pictureheilsaogutlit

SKVÍSA SIG UPP FYRIR JÓLIN – MEÐ SÚREFNI



Helga Möller (59) og Ása Fríða Kjartansdóttir (44) taka sig í gegn:

Aðventan er komin og á þeim tíma leggja margir töluvert á sig til að hreingera heimili sitt, en aðrir láta ekki þar við sitja og taka einnig sjálfa sig í gegn. Margvíslegar aðferðir eru til þess að ná árangri á þeim vettvangi og nú er súrefnismeðferð að ryðja sér rúms og virkar vel, að sögn söngkonunnar Helgu Möller og Ásu Fríðu hjúkrunarfræðings.

"Ég er nú svo hreinskilin að ég myndi segja það fullum fetum ef ég væri ekki ánægð með árangurinn eða hefði enga trú á þessu. Ég starfa sem flugfreyja og finn vel hvernig flugið hefur áhrif á fæturna en fótapirringur er algengur, sérstaklega eftir langt flug. Þannig að ég hafði svo sem engu að tapa við að prófa tækin hennar Söndru og er mjög ánægð með árangurinn,“ segir Helga Möller sem er konan með jólaröddina.

Erfiðir sjúkdómar – allt að vinna – engu að tapa

Ein þeirra sem hefur nýtt sér þjónustu Heilsu og útlits er hjúkrunarfræðingurinn Ása Fríða Kjartansdóttir. „Ég var svo heppin að vera dregin út í leik á vegum Heilsu og útlits og fékk mánaðarpassa í alls konar meðferðir. Ég hef átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma, fékk æxli bæði í brjóstið og höfuðið og fyrir ári síðan fékk ég drep í hægri mjöðmina, af óútskýrðum ástæðum. Ég fór í aðgerð í janúar og hef verið á hækjum síðan, þar sem ég hvorki gat né mátti stíga í fótinn fyrstu mánuðina. Ég fagna því tækifærinu að fá að taka mig í gegn og prófa það sem boðið er upp á hér. Ég er langhrifnust af þrýstingstækinu en það bætir súrefnisflæði og dregur úr bólgum og er sérstaklega gott fyrir sogæðakerfið.

Ása Fríða sem hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum er nú í veikindaleyfi en er óðum að hressast og stefnir að því hefja störf aftur fljótlega. „Þetta hefur tekið á, ég viðurkenni það, en það þýðir lítið annað en að vera jákvæð og bjartsýn í bland við heilmikla þolinmæði,“ segir Ása Fríða sem horfir björtum augum til aðventunnar.


VAR HEPPIN: Ása Fríða tók þátt í leik hjá Heilsu og útliti og fékk fjögurra vikna meðferðarpakka. Hún er staðráðin í að prófa allt sem er í boði.

Í hátíðarskapi í 36 ár

Það jólalag sem er í huga svo margra „jólalagið eina“ er lagið Hátíðarskap sem Helga Möller og Jóhann Helgason sungu sem dúettinn Þú og ég. Lagið var tekið upp fyrir fjölmörgum árum og er fyrir löngu orðið sígilt. „Ha, ha, já, ég er alltaf beðin um þetta lag og það eru 36 ár síðan að það fór fyrst í loftið. Og mér þykir alltaf jafnvænt um það.“

Dóttir Helgu Möller, Elísabet Ormslev, hefur vakið athygli fyrir magnaða rödd og því margir spenntir fyrir að fá dúett frá þeim mæðgum. „Eins og staðan er núna erum við ekki með upptökur á dagskrá en við höfum sungið jólalag saman. Afskaplega fallegt lag sem heitir Ég man og er eftir meistarana Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson. Það heyrist því miður allt of sjaldan.“

Er konan með jólaröddina sjálf jólabarn? „Já, ég er það, ég nýt aðventunnar þrátt fyrir mikið annríki en ég hef sjaldan meira að gera en einmitt þá. Svo eru það rjúpurnar eða hryggurinn á aðfangadag sem setur toppinn á aðventuna,“ segir Helga Möller sem geislar af orku og frískleika.


SÖNGFUGLINN SÍFLJÚGANDI: Helga Möller er oft kölluð konan með jólaröddina. Hún starfar sem flugfreyja samhliða söngferlinum. „Meðferðirnar hjá Söndru virka, ekki spurning, ég vinn á mjög óreglulegum tímum, bæði að syngja seint á kvöldin og í fluginu, sérstaklega eftir Ameríkuflug þá finn ég fyrir bjúg og fótapirringi. Stöllur mínar þekkja þetta. Ég myndi aldrei mæla með þessu ef ég væri ekki sannfærð sjálf.“

Orkan að aukast

„Ég finn að orkan er að aukast,“ segir Ása Fríða. „Sandra gaf mér vítamín sem fóru að virka strax eftir nokkra daga. Ég fann það vel því það var eina breytingin sem ég gerði.“

Það hlýtur að vera sérstakt að vera bæði starfsmaður og sjúklingur á sama stað. „Ég fann vel fyrir álaginu sem er á starfsfólki og upplifði biðtíma. Ég ber ómælda virðingu fyrir starfsfélögum mínum sem standa vaktina við erfiðar aðstæður og gera sitt besta.“

Eitt af því sem Ása mælir með er notkun súrefnis, en það þekkir hún vel þar sem hún er sá sjúklingur á Íslandi sem lengst hefur verið í súrefnismeðferð á Landspítalnum. „Tækið þar er ansi stór og mikill hólkur sem minnir á kafbát. Ég var alla morgna þar frá janúar til júlí og meira að segja á skírdag. Tækið sem ég er í hér í Vacusport minnir á það, en er umfangsminna og ég er ekki nema hálftíma í því. Það er þrýstijöfnunartæki og er mjög vinsælt meðal fótboltamanna erlendis, Ronaldo og slíkra kappa. Ég finn verulegan mun eftir meðferð í því. Ég hef líka verið í sjúkraþjálfun og get orðið synt. Allt hjálpar þetta við að ná árangri og bata. Heilsan er fyrir öllu,“ segir Ása Fríða sem stefnir að því að eiga ljúfa og góða aðventu með fjölskyldu sinni.


Á LEIÐ ÚT Í GEIM: „Ég get mælt þessum súrefnishjálmi, klárlega. Svo eru þessi tæki og vörurnar hér þýsk og það er mikill gæðastimpill í mínum huga.“


ÞETTA VIRKAR: Helga Möller prófar „dítox“-pokann. „Þetta er skemmtilegt, maður blæs upp eins og snjókarl.“


BURT MEÐ BÓLGURNAR: Vöðvabólgur eru hvimleiður vandi en það er til leið til að losna við þær.


STÍGVÉLAVÉL: Sandra pakkar Ásu vel inn í stígvélin en þau virkja sogæðakerfið. Til að toppa allt er súrefnishjálmurinn settur á og viðskiptavinurinn lokar augunum og svífur inn í slökunarsælu.


1,929 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page